Innlent

Tolli sýnir í Magasin du Nord

Myndlistarmaðurinn Tolli opnaði sýningu á fjörutíu olíumálverkum í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn fyrir helgi.  Sýningin er sú fyrsta í verslunarmiðstöðinni í háa herrans tíð, en íslenskir eigendur hennar hyggjast  bjóða upp á listsýningar í framtíðinni.

Sýningin fer fram í s.k. Kongs Hans sal, sem er á jarðhæð verslunarmiðstöðvarinnar. Gestir hennar vita ekki fyrr en þeir eru komir inn í litdýrðina í myndum Tolla, sem allar voru málaðar hér á landi og í Danmörku á síðustu tveimur árum.

Margt góðra gesta var við opnun sýningarinnar, þeirra á meðal sendiherrahjónin Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir. Sýning Tolla stendur til sjöunda apríl næst komandi, en Tolli hefur áður haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum í Danmörku.

Þetta er fyrsta myndlistarsýningin í Magasin du Nord frá því Baugur keypti fyrirtækið, en á árum áður var vaninn að halda myndlistasýningar í þessum sal. Frá Kaupmannahöfn fer sýningin til Luxemburgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×