Innlent

Samið um auglýsingar stjórnmálaflokkanna

Stjórnmálaflokkarnir munu að öllum líkindum ganga frá samkomulagi á morgun um takmarkanir á auglýsingum vegna kosninganna í vor. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 verður settur rammi utan um birtingar á auglýsingum flokkanna í sjónvarpi, útvarpi og landsmálablöðum, en ekki verður samið um auglýsingar í landshlutamiðlum.

Alþingi samþykkti nýlega lög sem setja skorður á stuðning fyrirtækja og einstaklinga við stjórnmálaflokka. Þannig mega hvorki fyrirtæki né einstaklingar styrkja hvern stjórnmálaflokka um meira en 300 þúsund krónur á ári, og þá aðeins eitt fyrirtæki í eigi sömu fyrirtækjasamsteypu. Einstaklingar geta að auki greitt allt að eitt hundrað þúsund krónur í flokksgjöld




Fleiri fréttir

Sjá meira


×