Sveitarfélögin skulda meira en ríkið 23. mars 2007 18:30 Sveitarfélögin skulda meira en ríkissjóður og segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga brýnt að færa þeim aukna hlutdeild í tekjustofnum ríkisins til að vinna á skuldavandanum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samanlagt um 1.400 milljónir á þessu ári og næsta. Fjármálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu viljayfirlýsingu í gær, sem meðal annars felur í sér að ríkissjóður mun tvöfalda framlag sitt í jöfnunarsjóð sveitarfélaga á þessu ári og næsta, eða um 700 milljónir króna hvort ár. En fjármununum er varið till að jafna stöðu sveitarfélaganna. Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að almennt hafi sveitarstjórnarmenn verið ánægðir með hverning deilt er úr jöfnunarsjóðnum. Viðbótarframlögin komi sér vel fyrir þau sveitarfélög þar sem gjöld eru umfram tekjur og íbúum hefur fækkað. Sveitarfélögin skulda samanlagt mun meira en ríkissjóður eða um 150 milljarða króna. En á landsráðstefnu sveitarfélaganna í dag var einnig áréttaður vilji sveitarfélaganna til að taka yfir fleiri verkefni, eins og málefni aldraðra og öryrkja. Halldór segir sveitarfélögin vel ráða við þennan málaflokk, eins o´g hafi sýnt sig á Akureyri og á Höfn í Hornafirði, þar sem þetta hafi verið gert í tilraunaskyni. Þá þurfi fjármunir auðvitað að fylgja flutningi verkefnanna. Halldór segir hins vegar að endurskoða þurfi tekjustofana sveitarfélaganna, og gefa þeim meiri hlutdeild í tekjum hins opinbera. Þar nefnir Halldór hlutdeild í fjármagnstekjuskattinum sérstaklega, en í dag fá sveitarfélögin ekkert af fjármagnstekjuskatti íbúa sinna. Seinnipartinn í dag var gengið frá skipun nefndar fulltrúa ríkis og sveitarfélaga, sem á að skoða hvernig flytja má verkfni frá ríki til sveitarfélaganna. Þá var almennt reiknað með að vel yrði tekið í tillögu um að flytja framhaldsskólana einig yfir, en byrja með því að gera tilraun með einn eða fleiri skóla. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Sveitarfélögin skulda meira en ríkissjóður og segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga brýnt að færa þeim aukna hlutdeild í tekjustofnum ríkisins til að vinna á skuldavandanum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samanlagt um 1.400 milljónir á þessu ári og næsta. Fjármálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu viljayfirlýsingu í gær, sem meðal annars felur í sér að ríkissjóður mun tvöfalda framlag sitt í jöfnunarsjóð sveitarfélaga á þessu ári og næsta, eða um 700 milljónir króna hvort ár. En fjármununum er varið till að jafna stöðu sveitarfélaganna. Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að almennt hafi sveitarstjórnarmenn verið ánægðir með hverning deilt er úr jöfnunarsjóðnum. Viðbótarframlögin komi sér vel fyrir þau sveitarfélög þar sem gjöld eru umfram tekjur og íbúum hefur fækkað. Sveitarfélögin skulda samanlagt mun meira en ríkissjóður eða um 150 milljarða króna. En á landsráðstefnu sveitarfélaganna í dag var einnig áréttaður vilji sveitarfélaganna til að taka yfir fleiri verkefni, eins og málefni aldraðra og öryrkja. Halldór segir sveitarfélögin vel ráða við þennan málaflokk, eins o´g hafi sýnt sig á Akureyri og á Höfn í Hornafirði, þar sem þetta hafi verið gert í tilraunaskyni. Þá þurfi fjármunir auðvitað að fylgja flutningi verkefnanna. Halldór segir hins vegar að endurskoða þurfi tekjustofana sveitarfélaganna, og gefa þeim meiri hlutdeild í tekjum hins opinbera. Þar nefnir Halldór hlutdeild í fjármagnstekjuskattinum sérstaklega, en í dag fá sveitarfélögin ekkert af fjármagnstekjuskatti íbúa sinna. Seinnipartinn í dag var gengið frá skipun nefndar fulltrúa ríkis og sveitarfélaga, sem á að skoða hvernig flytja má verkfni frá ríki til sveitarfélaganna. Þá var almennt reiknað með að vel yrði tekið í tillögu um að flytja framhaldsskólana einig yfir, en byrja með því að gera tilraun með einn eða fleiri skóla.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira