Innlent

Sýknaður af ákæru um utanvegaakstur í gullleit

Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Austurlands og sýknaði mann af ákæru um að hafa ekið utan vegar á Skeiðarársandi og valdið skemmdum. Í málinu var deilt um hvort sú leið sem maðurinn ók umrætt sinn teldist vegur í skilningi laga.

Í dómi Hæstaréttar var litið til þess að umrædd leið hefði lengi verið kunnur slóði og ekin á árum áður til selveiða og til að safna saman rekaviði. Þá hefði maðurinn og félagar hans um áratugaskeið farið þessa leið vegna leitar að gulli í flaki hollensks Indíafars sem talið er grafið í sandinum og notið aðstoðar Orkustofnunar við þá leit.

Þá var litið til þess að slóðann var að finn á kortum frá bæði bandaríska varnarmálaráðuneytinu og Landmælingum. Hæstiréttur mat því slóðann veg í skilningi náttúruverndarlaga og var maðurinn því sýknaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×