Innlent

Eins árs fangelsi fyrir árás með stálkylfu

MYND/GVA
Rúmlega fertugur karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með stálkylfu. Manninum hafði orðið sundurorða við fórnarlambið.

Hann notaði við árásina stálkylfu og sló húsbóndann nokkrum sinnum í höfuð og fót. Maðurinn hlaut meðal annars skurð á höfði. Árásin átti sér stað á heimili fórnarlambsins og tók dómurinn tillit til þess að kona hans og börn voru viðstödd.

Með brotinu rauf maðurinn skilorð þriggja mánaða fangelsisdóms. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Vesturlands og dæmdi manninn til að greiða fórnarlambinu miskabætur upp á rúmlega tvö hundruð þúsund krónur auk sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×