Innlent

Reyna á að koma í veg fyrir að sjór gangi á land

Verkfræðistofa vinnur að tillögum um aðgerðir til að koma í veg fyrir að sjór gangi á landi í Ánanaustum í Reykjavík, eins og gerðist í gærkvöldi og hlaust talsvert tjón af.

Sjávarstaða var með hæsta móti og hvöss vestanátt hafði ríkt úti fyrir þannig að flóðaldan var með sterkara móti. Um tíma þurfti að loka annarri akrein vegarins við hringtorgið farman við JL-húsið en fjöldi ökumanna sneri við í tæka tíð.

Starfsmenn borgarinnar voru kallaðir út til að hreinsa grjót og þara af götunum en varnargarðurinn rofnaði að hluta og gangstígar stórskemmdust. Þetta er í annað, ef ekki þriðja skiptið í vetur sem sjór gengur á land á þessum slóðum. Eftir næst síðasta flóð var settur upp starfshópur til að afla tillagna um úrbætur. Verkfræðistofa er um það bil að ljúka við tillögur þannig að ekki er enn vitað hverjar þær verða en í ráði er að ráðast í framkvæmdir strax á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×