Barnabætur hækka um fjórðung 21. mars 2007 18:52 Barnabætur greiðast nú í fyrsta sinn með 16 og 17 ára gömlum börnum. Áður féllu bæturnar niður þegar barnið náði 16 ára aldri. Á þessu ári verður einnig dregið úr tekjuskerðingu barnabóta og er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til barnafólks hækki af þessum sökum um 1,7 milljarða króna.Áætlað er að framlög ríkisins til barnabóta fari úr 6,8 milljörðum króna á síðasta ári og upp í 8,5 milljarða króna á þessu en þetta er fjórðungs hækkun. Tvennt kemur þar til. Lögum hefur verið breytt þannig að greiðslur barnabóta ná nú til 18 ára aldurs í stað 16 ára aldurs. Ennfremur hefur verið dregið úr tekjuskerðingu barnabóta. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði í þingumræðu á lokadegi Alþingis að þessar breytingar þýddu að raungildi barnabóta yrði í ár það hæsta frá árinu 1991 og sem hlutfall af landsframleiðslu það hæsta í áratug.En skoðum dæmi um hvað fólk mun fá í barnabætur. Þær verða áfram óskertar fyrir börn yngri en 7 ára, eða kr. 14.024 krónur í hverjum ársfjórðungi en þetta eru fjórar greiðslur á ári. Fyrir börn yngri en 18 ára greiðast auk þess með tekjutengdar bætur, með fyrsta barni um 35 þúsund krónur, fjórum sinnum á ári, en með hverju barni umfram eitt um 41.500 krónur ársfjórðungslega. Bætur einstæðra foreldra eru 43-66% hærri. Fæstir foreldrar fá hins vegar þessar greiðslur óskertar. Þannig byrja bæturnar að skerðast hjá hjónum ef samanlagðar tekjur þeirra ná 186.000 krónum á mánuði. Hvort um sig má því hafa 93 þúsund króna mánaðartekjur til að fá óskertar barnabætur. Bæturnar skerðast því meira sem tekjurnar eru hærri og þær eru að fullu skertar, ef mánaðartekjur foreldrameð tvö börn ná samtals 612 þúsund krónum og eru þá allar tekjur taldar með, einnig fjármagnstekjur. Á síðasta var tekjuhámark þessara hjóna um 520 þúsund. Ef börnin eru þrjú hverfa bæturnar alveg við 677 þúsund króna mánaðartekjur samtals, samanborið við 590 þúsund króna tekjuhámark í fyrra.Samhliða því að barnabætur verða nú greiddar til 18 ára aldurs verður aldursmark, til að fá sérstaka ívilnun vegna menntunarkostnaðar barna, einnig breytt úr 16 árum í 18 ár. Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Barnabætur greiðast nú í fyrsta sinn með 16 og 17 ára gömlum börnum. Áður féllu bæturnar niður þegar barnið náði 16 ára aldri. Á þessu ári verður einnig dregið úr tekjuskerðingu barnabóta og er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til barnafólks hækki af þessum sökum um 1,7 milljarða króna.Áætlað er að framlög ríkisins til barnabóta fari úr 6,8 milljörðum króna á síðasta ári og upp í 8,5 milljarða króna á þessu en þetta er fjórðungs hækkun. Tvennt kemur þar til. Lögum hefur verið breytt þannig að greiðslur barnabóta ná nú til 18 ára aldurs í stað 16 ára aldurs. Ennfremur hefur verið dregið úr tekjuskerðingu barnabóta. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði í þingumræðu á lokadegi Alþingis að þessar breytingar þýddu að raungildi barnabóta yrði í ár það hæsta frá árinu 1991 og sem hlutfall af landsframleiðslu það hæsta í áratug.En skoðum dæmi um hvað fólk mun fá í barnabætur. Þær verða áfram óskertar fyrir börn yngri en 7 ára, eða kr. 14.024 krónur í hverjum ársfjórðungi en þetta eru fjórar greiðslur á ári. Fyrir börn yngri en 18 ára greiðast auk þess með tekjutengdar bætur, með fyrsta barni um 35 þúsund krónur, fjórum sinnum á ári, en með hverju barni umfram eitt um 41.500 krónur ársfjórðungslega. Bætur einstæðra foreldra eru 43-66% hærri. Fæstir foreldrar fá hins vegar þessar greiðslur óskertar. Þannig byrja bæturnar að skerðast hjá hjónum ef samanlagðar tekjur þeirra ná 186.000 krónum á mánuði. Hvort um sig má því hafa 93 þúsund króna mánaðartekjur til að fá óskertar barnabætur. Bæturnar skerðast því meira sem tekjurnar eru hærri og þær eru að fullu skertar, ef mánaðartekjur foreldrameð tvö börn ná samtals 612 þúsund krónum og eru þá allar tekjur taldar með, einnig fjármagnstekjur. Á síðasta var tekjuhámark þessara hjóna um 520 þúsund. Ef börnin eru þrjú hverfa bæturnar alveg við 677 þúsund króna mánaðartekjur samtals, samanborið við 590 þúsund króna tekjuhámark í fyrra.Samhliða því að barnabætur verða nú greiddar til 18 ára aldurs verður aldursmark, til að fá sérstaka ívilnun vegna menntunarkostnaðar barna, einnig breytt úr 16 árum í 18 ár.
Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira