Innlent

Í gæsluvarðahaldi grunaður um nauðgun og líkamsárás

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. MYND/Stefán

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður um að hafa nauðgað sambýliskonu sinni, svipt hana frelsi og gengið í skrokk á henni.

Maðurinn var fyrr í vikunni úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gæsluvarðahald þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 15. maí.

Maðurinn er grunaður um að hafa beitt konuna grófu ofbeldi og notað meðal annars búrhníf og kjötexi sem barefli. Jafnframt að hafa nauðgað henni tvisvar og svipt hana öllum möguleikum á að leita sér aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×