Innlent

Hreinn vill vita hvað Jón Steinar hefur að fela

Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs.
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs. MYND/Vilhelm

Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, spyr í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér hvað Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hefur að fela í Baugsmálinu.

Tilefni yfirlýsingar Hreins eru yfirlýsingar sem bæði Jón Steinar og Ingibjörg S. Pálmadóttir, sambýliskona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hafa sent frá sér. Hreinn segir yfirlýsingar þeirra vísbendingar um hverjir hafi staðið á bak við upphaf málsins. Baktjaldamakkið sé að opinberast og það að verða ljóst hvaða áhrifamenn hafi ætlað að beita sér gegn Baugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×