Innlent

Lögreglumenn ánægðir með lagabreytingar

MYND/Haraldur

Landssamband lögreglumanna lýsir yfir ánægju með lagabreytingar sem fela í sér aukna refsivernd lögreglu. Breytingarnar voru nýlega samþykktar á Alþingi. Lögreglumenn telja um mikilvægt skerf að ræða í baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi.

Í tilkynningu frá sambandinu segir að hækkun refsihámarks úr sex árum í átta sendi skýr skilaboð um mikilvægi starfa lögreglumanna. Sambandið þakkar Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra, og þingmönnum sem beittu sér fyrir frumvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×