Innlent

Rúta með 30 unglingum fauk útaf

Rúta með um þrjátíu unglinga innanborðs fauk útaf Suðurlandsvegi vestan Markafljót skömmu fyrir hádegi. Engan sakaði. Um borð í rútunni voru erlendir nemar á leið frá Reykjavík á Vík í Mýrdal. Lögreglan á Hvolsvelli segir bílstjóra rútunnar hafa tekist að koma í veg fyrir veltu en rútan fór fram af nokkuð háum vegkanti. Veðrið hefur að mestu gengið niður í umdæmi lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×