Innlent

Dómsmálaráðherra vill kaupa þyrlur með Norðmönnum

Landhelgisgæsluþyrla að  björgunarstörfum við strand Wilson Muuga í vetur
Landhelgisgæsluþyrla að björgunarstörfum við strand Wilson Muuga í vetur

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, lagði í morgun til á ríkisstjórnarfundi að áfram verði rætt við norsk stjórnvöld um sameiginlegt útboð Íslands og Noregs vegna kaupa á nýjum þyrlum. Þetta er í samræmi við tillögur starfshóps um þyrlurekstur Landhelgisgæslu Íslands

Starfshópurinn leggur einnig til að stefnt verði að því að þyrlusveit landhelgisgæslunnar verði áfram tiltæk og fram að afgreiðslu nýrra, stórra og langdrægra björgunarþyrla, væntanlega á árunum 2011 til 2014, leigi Landhelgisgæsla Íslands áfram vel búnar Eurocopter Super Puma og/eða Dauphin þyrlur til leitar- og björgunarflugs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×