Innlent

Versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu

MYND/Gunnar

Veður fer nú versnandi á sunnan og vestanverðu landinu. Hvassviðri eða stormur er víða skollinn á landinu vestanverðu með slyddu eða rigningu en stórhríð á heiðum. "Vindstrengurinn er að sigla inn á landinu og má búast við vindhraða á bilinu 15-23 m/s um hádegi á landinu vestanverðu með talsverðri rigningu eða slyddu" segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2.

"Veðrið verður verst á landinu vestanverðu núna um og eftir hádegi en þegar líður á daginn hvessir einnig annarstaðar á landinu" segir Sigurður. Hann bætir við að það fari að lægja sunnan og vestan til síðdegis í dag. "Það er rétt að benda fólki á að það er að hlýna og má búast við miklu vatnsveðri þegar líður á daginn. Því verður fólk að huga að niðurföllum sem mörg hver eru full af ís eftir síðustu daga" segir Sigurður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×