Sport

Stelpur í motocrossi

Íslandsmeistarinn í kvennaflokki Karen Arnardóttir á fullri ferð í síðustu keppni ársins 2006.
Íslandsmeistarinn í kvennaflokki Karen Arnardóttir á fullri ferð í síðustu keppni ársins 2006. MYND/Lolla

Það eru aðeins þrjú ár síðan einungis 1-3 stelpur voru í motocrossi. Sportið var stimplað sem strákasport og engum lét sér detta það í hug að ungar stúlkur gætu nokkurn tíman sest upp á mótorfák og brunað í drullupolla o.svf. En þetta er að gerast, yfir 50 stúlkur eru í sportinu eins og stendur og hækkar þessi fjöldi mjög hratt.

Stúlkurnar hafa komið sér upp þéttum hópi sem kallar sig "MxGirlz" og hittast þær einu sinni í mánuði og spjalla saman. Stelpurnar eru alltaf að hvetja fleirri og fleirri stelpur til að skrá sig í félagið sitt "MxGirlz" og taka þátt í gleðinni, en það kostar ekkert.

Hægt er að skoða heimasíðu stelpnanna á slóðinni www.mxgirlz.tk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×