Erlent

Önnur bréfsprengja í Englandi

Tveir særðust þegar bréfsprengja sprakk í skrifstofubyggingu í Berkshire í suðurhluta Englands í morgun. Í gær slasaðist ein kona þegar önnur bréfsprengja sprakk á skrifstofu í London. Byggingin í Berkshire var rýmd eftir sprenginguna í morgun. Lögregla segir of snemmt að segja til um það hvort sprengingin í dag og sú í gær tengist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×