Erlent

Stjórn mynduð í Hollandi

Jan Peter Balkenende
Jan Peter Balkenende

Kristilegir demókratar, Verkamannaflokkurinn og Kristilegi flokkurinn virðast vera að ná saman um samsteypustjórn í Hollandi. Tveir mánuðir eru frá þingkosningum í landinu. Það sem nú þegar hefur verið gefið upp um stjórnarsáttmálann er að flokkarnir ætla að taka við 30 þúsund flóttamönnum og veita 10 milljörðum evra til að styrkja efnahagslíf og varnir landsins. Jan Peter Balkenende verður að öllum líkindum áfram forsætisráðherra og hann skipar ráðherralið úr flokkunum þremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×