Erlent

Bilaði bíllinn

Bifvélavirkinn var fljótur að finna hvað var að bílnum.
Bifvélavirkinn var fljótur að finna hvað var að bílnum. MYND/Gunnar V. Andrésson

Bifvélavirki í New York fékk verkbeiðni sem á stóð; Það heyrist alltaf "klúnk" þegar bíllinn beygir. Bifvélavirkinn fór út með bílinn í reynsluakstur. Hann tók hægri beygju, og mikið rétt, það heyrðist "klúnk." Þá tók hann vinstri beygju og það heyrðist aftur "klúnk."

Bifvélavirkinn fór þá aftur á verkstæðið, kíkti í skottið og fann fljótlega vandamálið. Hann skilaði verkbeiðninni aftur, með eftirfarandi athugasemd: "Fjarlægði keilukúlu úr skottinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×