Erlent

Rúmlega helmingur Breta vill Blair burt strax

MYND/AP

Ríflega helmingur Breta telur að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætti að hætta strax samkvæmt könnun sem birt er í dagblaðinu Sunday Express í dag. 56 prósent aðspurðra segja tímabært að forsætisráðherrann taki pokann sinn en aðeins 37 prósent vilja að hann starfi áfram.

Þegar aðeins er horft til stuðningsmanna Verkamannaflokksins vilja 43 prósent að hann starfi áfram. Blair hefur lýst því yfir að hann láti af embætti á árinu en hefur ekki tilgreint frekar hvenær það verði.

Könnun Sunday Express leiðir enn fremur í ljós að rúmlega sjö af hverjum tíu eru andsnúnir þeirri hugmynd að opna risaspilavíti í Manchester sem tilkynnt var um í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×