Embættismenn í Vatikaninu er sagðir fullir viðbjóðs eftir að sala á Jesúbúningum hófst á ítalíu. Búningurinn kostar tæpar 12 hundruð krónur og með honum fylgir þyrnikóróna úr plasti og gerviskegg. Faðir Vittorino Gorss prestur í Vatikaninu sagði að sala búninganna væri guðlast og móðgun við milljónir kristinna.
Verslunareigandi sem selur búningana fyrir páskaföstuna sagðist ekki sjá vandamálið. "Þetta er bara hárkolla og gerviskegg."