Innlent

Sýkna í Baugsmálinu í Hæstarétti

Hæstiréttur sýknaði í dag fjórar manneskjur tengdar Baugi af sex ákæruliðum sem eftir stóðu af upprunalega Baugsmálinu. Þar með komst dómurinn að sömu niðurstöðu og Héraðsdómur Reykjavíkur.

Þeir sem ákærðir voru voru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Kristín Jóhannesdóttir, systir hans og endurskoðendurnir Stefán Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Síðast þegar ákæruliðirnir komu fyrir Hæstarétt var þeim vísað aftur heim í hérað. Fjórir ákæruliðanna snéru að ársreikningum og tveir að meintum tollsvikum við bílainnflutning.

Upprunalega var ákæran í fjörtíu liðum en þrjátíu og tveimur þeirra var vísað frá dómi. Settur ríkissaksóknir ákvað að gefa út endurákæru vegna nítján þeirra og verður það mál tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði.

Hér má sjá dóminn í heild sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×