Samstaða um að bregðast við ólöglegum netfjárhættuspilum 23. janúar 2007 15:36 Samstaða var um það á Alþingi í dag að bregðast þyrfti við auglýsingum um fjárhættuspil sem birst hefðu í fjölmiðlum á undanförnum vikum og fjárhættuspilum á Netinu en jafnframt að málið væri snúið og því ekki auðvelt að koma böndum á slíka starfsemi. Það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sem tók málið upp í utandagskrárumræðu og benti á að fyrirtæki betsson.com hefði í nokkurn tíma auglýst í íslenskum fjölmiðlum. Fyrirtækið væri rekið í útlöndum en samkvæmt íslenskum lögum væri starfsemi sem þessi ekki leyfileg. Fréttir hefðu borist af spilafíklum hér á landi sem farið hefðu illa út úr spili á Netinu og við því yrði að bregðast. Spurði hann Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hvað hann ætlaði að gera til að stemma stigu við hinu ólöglega fjárhættuspili Betsson og hvort hann hygðist koma á fót nefnd til þess að stemma stigu við spilastarfsemi en slíkt væri tæknilega hægt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tók undir áhyggjur Ögmundar og vísaði til þess að ráðuneytið hefði farið fram á það við lögreglu í mars í fyrra að háttsemi Betsson yrði stöðvuð. Enn væri ekki komin niðurstaða í málið. Benti hann á að fyrirtækið starfaði á Möltu sem væri annað tveggja Evrópuríkja sem leyfðu spilamennsku á Netinu. Til þess að skapa öryggi í þessu máli þyrfti alþjóðlegar reglur. Málið hefði verið rætt á vettvangi OECD, Evrópusambandsins og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Náið yrði fylgst með framvindu mála þar. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og lýstu áhyggjum sínum af spílafíkn í landinu og mikilvægi þess að bregðast við sem fyrst. Þá þyrfti að rannsaka umfang spilafíknar hér á landi. Þá lýstu sumir þingmenn efasemdum um að stofnanir eins og Háskóli Íslands ættu að standa í fjárhættuspilum. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira
Samstaða var um það á Alþingi í dag að bregðast þyrfti við auglýsingum um fjárhættuspil sem birst hefðu í fjölmiðlum á undanförnum vikum og fjárhættuspilum á Netinu en jafnframt að málið væri snúið og því ekki auðvelt að koma böndum á slíka starfsemi. Það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sem tók málið upp í utandagskrárumræðu og benti á að fyrirtæki betsson.com hefði í nokkurn tíma auglýst í íslenskum fjölmiðlum. Fyrirtækið væri rekið í útlöndum en samkvæmt íslenskum lögum væri starfsemi sem þessi ekki leyfileg. Fréttir hefðu borist af spilafíklum hér á landi sem farið hefðu illa út úr spili á Netinu og við því yrði að bregðast. Spurði hann Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hvað hann ætlaði að gera til að stemma stigu við hinu ólöglega fjárhættuspili Betsson og hvort hann hygðist koma á fót nefnd til þess að stemma stigu við spilastarfsemi en slíkt væri tæknilega hægt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tók undir áhyggjur Ögmundar og vísaði til þess að ráðuneytið hefði farið fram á það við lögreglu í mars í fyrra að háttsemi Betsson yrði stöðvuð. Enn væri ekki komin niðurstaða í málið. Benti hann á að fyrirtækið starfaði á Möltu sem væri annað tveggja Evrópuríkja sem leyfðu spilamennsku á Netinu. Til þess að skapa öryggi í þessu máli þyrfti alþjóðlegar reglur. Málið hefði verið rætt á vettvangi OECD, Evrópusambandsins og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Náið yrði fylgst með framvindu mála þar. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og lýstu áhyggjum sínum af spílafíkn í landinu og mikilvægi þess að bregðast við sem fyrst. Þá þyrfti að rannsaka umfang spilafíknar hér á landi. Þá lýstu sumir þingmenn efasemdum um að stofnanir eins og Háskóli Íslands ættu að standa í fjárhættuspilum.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira