Samstaða um að bregðast við ólöglegum netfjárhættuspilum 23. janúar 2007 15:36 Samstaða var um það á Alþingi í dag að bregðast þyrfti við auglýsingum um fjárhættuspil sem birst hefðu í fjölmiðlum á undanförnum vikum og fjárhættuspilum á Netinu en jafnframt að málið væri snúið og því ekki auðvelt að koma böndum á slíka starfsemi. Það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sem tók málið upp í utandagskrárumræðu og benti á að fyrirtæki betsson.com hefði í nokkurn tíma auglýst í íslenskum fjölmiðlum. Fyrirtækið væri rekið í útlöndum en samkvæmt íslenskum lögum væri starfsemi sem þessi ekki leyfileg. Fréttir hefðu borist af spilafíklum hér á landi sem farið hefðu illa út úr spili á Netinu og við því yrði að bregðast. Spurði hann Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hvað hann ætlaði að gera til að stemma stigu við hinu ólöglega fjárhættuspili Betsson og hvort hann hygðist koma á fót nefnd til þess að stemma stigu við spilastarfsemi en slíkt væri tæknilega hægt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tók undir áhyggjur Ögmundar og vísaði til þess að ráðuneytið hefði farið fram á það við lögreglu í mars í fyrra að háttsemi Betsson yrði stöðvuð. Enn væri ekki komin niðurstaða í málið. Benti hann á að fyrirtækið starfaði á Möltu sem væri annað tveggja Evrópuríkja sem leyfðu spilamennsku á Netinu. Til þess að skapa öryggi í þessu máli þyrfti alþjóðlegar reglur. Málið hefði verið rætt á vettvangi OECD, Evrópusambandsins og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Náið yrði fylgst með framvindu mála þar. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og lýstu áhyggjum sínum af spílafíkn í landinu og mikilvægi þess að bregðast við sem fyrst. Þá þyrfti að rannsaka umfang spilafíknar hér á landi. Þá lýstu sumir þingmenn efasemdum um að stofnanir eins og Háskóli Íslands ættu að standa í fjárhættuspilum. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Samstaða var um það á Alþingi í dag að bregðast þyrfti við auglýsingum um fjárhættuspil sem birst hefðu í fjölmiðlum á undanförnum vikum og fjárhættuspilum á Netinu en jafnframt að málið væri snúið og því ekki auðvelt að koma böndum á slíka starfsemi. Það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sem tók málið upp í utandagskrárumræðu og benti á að fyrirtæki betsson.com hefði í nokkurn tíma auglýst í íslenskum fjölmiðlum. Fyrirtækið væri rekið í útlöndum en samkvæmt íslenskum lögum væri starfsemi sem þessi ekki leyfileg. Fréttir hefðu borist af spilafíklum hér á landi sem farið hefðu illa út úr spili á Netinu og við því yrði að bregðast. Spurði hann Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hvað hann ætlaði að gera til að stemma stigu við hinu ólöglega fjárhættuspili Betsson og hvort hann hygðist koma á fót nefnd til þess að stemma stigu við spilastarfsemi en slíkt væri tæknilega hægt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tók undir áhyggjur Ögmundar og vísaði til þess að ráðuneytið hefði farið fram á það við lögreglu í mars í fyrra að háttsemi Betsson yrði stöðvuð. Enn væri ekki komin niðurstaða í málið. Benti hann á að fyrirtækið starfaði á Möltu sem væri annað tveggja Evrópuríkja sem leyfðu spilamennsku á Netinu. Til þess að skapa öryggi í þessu máli þyrfti alþjóðlegar reglur. Málið hefði verið rætt á vettvangi OECD, Evrópusambandsins og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Náið yrði fylgst með framvindu mála þar. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og lýstu áhyggjum sínum af spílafíkn í landinu og mikilvægi þess að bregðast við sem fyrst. Þá þyrfti að rannsaka umfang spilafíknar hér á landi. Þá lýstu sumir þingmenn efasemdum um að stofnanir eins og Háskóli Íslands ættu að standa í fjárhættuspilum.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira