Innlent

Fjórar þrettándabrennur á höfuðborgarsvæðinu

MYND/Heiða Helgadóttir

Fjórar þrettándabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu á morgun en þrettándinn markar lok jólanna. Líkt og á gamlárskvöld verður brenna á Ægissíðu í Reykjavík og hefst hún kl. 16.40. Auk þess verður brenna á Valhúsahúsahæð á Seltjarnarnesi klukkan 18.

Þá verður þrettándagleði haldin í Grafarvogi við brennustæði við Gamla Gufunesbæinn en samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum hafa um fimm þúsund manns tekið þátt í gleðinni síðustu árin. Þrettándagleðin hefst klukkann 17 en kveikt verður í brennunni klukkan 17.30. Þar verður jafnframt vegleg flugeldasýning klukkan 18.30.

Að lokum verður brenna neðan Holtahverfis í Mosfellsbæ kl. 20.15. Þar verður einnig flugeldasýning sem hefst kl. 21. Þá er stefnt að flugeldasýningu við Reynisvatn á morgun og verður hún kl. 18.30.

Enn fremur kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni að tvær flugeldasýningar verði í dag, við dælustöð í Faxaskjóli kl. 18 og á bílastæðinu við Guðríðarstíg 2-4. kl. 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×