Enski boltinn

Isaksson ætlar aftur í markið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Andreas Isaksson.
Andreas Isaksson.

Sænski markvörðurinn Andreas Isaksson segist ákveðinn í að vinna sæti sitt hjá Manchester City til baka. Isaksson hefur ekkert leikið með nú í byrjun tímabilsins á Englandi vegna meiðsla. Kasper Schmeichel fór í markið og hefur staðið sig frábærlega.

Isaksson hefur nú jafnað sig af meiðslunum og lék með sænska landsliðinu um helgina. Sven-Göran Eriksson, þjálfari City, segir þó ekkert víst hvort Isaksson fái stöðuna aftur án þess að þurfa að berjast fyrir henni.

„Kasper hefur staðið sig mjög vel. Ég er samt ákveðinn í að ná stöðunni af honum. Ég vill spila aftur sem fyrst. Við skulum bíða og sjá hvað gerist," sagði Isaksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×