Enski boltinn

Hargreaves og Lampard verða ekki með

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hargreaves í leik með Manchester United.
Hargreaves í leik með Manchester United.

Ljóst er að miðjumennirnir Owen Hargreaves og Frank Lampard verða ekki með enska landsliðinu gegn Rússlandi á miðvikudag. Þeir eiga við meiðsli að stríða og léku ekki með gegn Ísrael um helgina. Vonast var til að þeir yrðu klárir fyrir miðvikudag en sú von er úti.

Það er því nokkuð ljóst að Gareth Barry mun halda sæti sínu en hann átti góðan leik gegn Ísrael.

Annars er það að frétta af enska liðinu að Peter Crouch er til reiðu á ný eftir leikbann og mun keppa við Emile Heskey um sæti við hlið Michael Owen í framlínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×