Enski boltinn

Vidic vill fá Ivanovic til United

Elvar Geir Magnússon skrifar
Branislav Ivanovic.
Branislav Ivanovic.

Nemanja Vidic, varnarmaður Manchester United, vill fá Branislav Ivanovic til liðs við félagið. Ivanovic er félagi Vidic í serbneska landsliðinu en hann á fjóra landsleiki að baki. Hann leikur með Lokomotiv frá Moskvu.

Vidic hefur talað við Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, um að fá Ivanovic. Líkt og Vidic þá er Ivanovic varnarmaður. Hans staða er í hjarta varnarinnar en hann getur annars leikið allstaðar í öftustu línu og einnig á miðjunni.

Ivanovic er 23. ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×