Enski boltinn

Ósáttur við framkomu Chelsea

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Ballack.
Michael Ballack.

Þýska knattspyrnusambandið er allt annað en sátt við hve lengi leyfi barst frá Chelsea fyrir því að Michael Ballack gæti leikið í auglýsingu fyrir Adidas. Ballack er fyrirliði þýska landsliðsins og átti að leika í auglýsingu fyrir Adidas um helgina en fyrirtækið er helsti styrktaraðili liðsins.

Þar sem grænt ljós barst ekki frá Chelsea í tæka tíð varð ekkert úr því að auglýsingin yrði tekin upp. Þegar leyfið kom loksins frá enska liðinu var Ballack farinn aftur til Englands. Taka átti auglýsingina upp í Þýskalandi.

„Svona kemurðu ekki fram við þýskan landsliðsmann. Sérstaklega ekki þegar hann er fyrirliði hjá svona virtu landsliði," sagði Olivier Bierhoff. „Það er ekki rétt að sýna okkur og þeirra samstarfsfyrirtæki þessa framkomu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×