Enski boltinn

Bannaði Cole að fara til Real Madrid

Cole-hjónin eru bæði á framabraut.
Cole-hjónin eru bæði á framabraut. Nordic Photos/Getty

Cheryl Cole, eiginkona enska landsliðsmannsins Ashley Cole, hefur viðurkennt að hún hafi eyðilagt fyrir manni sínum að ganga til liðs við draumaliðið sitt Real Madrid. Hún segist ekki hafa verið tilbúin til að fórna ferlinum sem söngkona fyrir hann og því gekk Ashley Cole til liðs við Chelsea frá Arsenal.

"Hjónabandið hékk á bláþræði eftir að ég neitaði að fara með honum. Af hverju ætti ég að þurfa að leggja allt mitt á hilluna fyrir ferilinn hans?" spyr Cheryl sem er meðlimir í hinu geysivinsæla stúlknabandi Girls Aloud.

Hún segist vera leið yfir því hversu mikla gagnrýni eiginmaður hennar hefur þurft að þola eftir að hann fór frá Arsenal til Chelsea. "Ef ég hefði vitað hversu illa þetta færi með Ashley þá hefði ég kannski ekki bannað honum að fara til Spánar. En ég hef líka lagt hart að mér við að búa til feril og fannst hreint ekki sanngjarnt að ég þyrfti að gefa hann upp á bátinn."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×