Enski boltinn

Gerrard brjálaður út í Styles

Steven Gerrard átti góðan leik í gær.
Steven Gerrard átti góðan leik í gær.

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er allt annað en sáttur með frammistöðu Rob Styles í leik Liverpool og Chelsea í gær. Styles gaf Chelsea afar umdeilda vítaspyrnu við litla hrifningu Gerrrard og félaga hans. "Leikmenn Chelsea settu mikla pressu á dómarann allan leikinn og á endanum gaf hann þeim víti," sagði Gerrard.

"Ég vona að dómarinn biðjist afsökunar á þessu. Þegar við leikmennirnir stöndum okkkur illa og gerum mistök viðurkennum við það. Mér finnst að það sama ætti að gilda um dómara," bætti hann við.

Það var ekki bara umdeild vítaspyrna sem vakti athygli á dómgæslu Styles í leiknum. Svo virtist sem hann hefði gefið Michael Essien, leikmanni Chelsea, sitt annað gula spjald í seinni hálfleik, án þess þó að vísa honum útaf.

Styles neitar hins vegar að hafa sýnt Essien gult spjald. Það hafi aðeins verið misskilningur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×