Innlent

Námsmenn fái styrki til að vinna á frístundaheimilum

Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs í dag var einróma samþykkt tillaga frá

fulltrúum Samfylkingarinnar um að kannaðir verði möguleikar á að greiða

námsmönnum við störf á frístundaheimilum námsstyrki. Ákveðið var að fela samráðshópi borgarstjóra um starfsmannaeklu að taka þessa tillögu til vinnslu.

Í frétt frá Samfylkingunni um málið segir m.a.: "Ástæða tillögunnar er sú að störf á frístundaheimilum eru hlutastörf, þar sem starfsemin fer fram seinnipart dags, eins og segir í tillögu Samfylkingarinnar. Þess vegna hefur verið farið inn á þá braut að ráða námsfólk til þessara starfa, enda hefur það sýnt sig að hlutastarf á frístundaheimili getur farið ágætlega með námi."

Á fundinum var til umræðu hinn mikli vandi sem við blasir á frístundaheimilunum og lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar af því tilefni fram eftirfarandi bókun: „Sú staða sem uppi er á frístundaheimilum í borginni, þegar aðeins hefur verið ráðinn tæplega þriðjungur starfsmanna og eigi hefur verið unnt að verða við nema um þriðjungi umsókna en um tvö þúsund börn eru á biðlista, sýnir að hér er um mjög alvarlegan vanda að ræða. Gera má ráð fyrir að meira en þúsund fjölskyldur í borginni séu af þessum sökum í mikilli óvissu með yngstu skólabörnin þegar skóladegi lýkur. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, einkum í formi auglýsinga eftir starfsmönnum, hafa engan veginn dugað til. Í stöðu sem þessari getur verið nauðsynlegt að feta nýjar brautir..."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×