Enski boltinn

Lampard að verða klár

NordicPhotos/GettyImages

Avram Grant segir að mögulega komi Frank Lampard eitthvað við sögu í leik Chelsea og Bolton á sunnudaginn, en enski landsliðsmaðurinn hefur verið frá keppni í mánuð vegna meiðsla.

"Frank er búinn að leggja gríðarlega hart að sér við æfingar undanfarið og við munum væntanlega taka ákvörðun um það eftir æfingu á morgun hvort hann spilar á sunnudaginn. Hann er auðvitað mjög mikilvægur hlekkur í liðinu," sagði Grant.

Lampard var í dag valinn í landsliðshóp Englendinga fyrir leikina gegn Eistum og Rússum síðar í þessum mánuði, en hann hefur ekki spilað leik sían hann sleit vöðva í læri á æfingu í lok ágúst.

Fyrirliðinn John Terry verður á sínum stað í liði Chelsea um helgina eftir að hafa notast við hlífðargrímu í Evrópuleiknum við Valencia í vikunni. Liðið verður þó án þeirra Didier Drogba, John Obi Mikel og Wayne Bridge - sem allir taka út leikbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×