Enski boltinn

Southgate brjálaður eftir ögrandi framkomu stuðningsmanna

Gareth Southgate var afar ósáttur í leikslok.
Gareth Southgate var afar ósáttur í leikslok.

Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, er afar illur út í stuðningsmenn Newcastle vegna framkomu þeirra í leik liðanna um helgina. Í leiknum sungu stuðningsmennirnir níðvísur um Mido, hinn egypska sóknarmann Middlebrough og kölluðu hann hryðjuverkmann.

Mido svaraði fyrir sig þegar hann skoraði fyrra mark Middlesbrough í leiknum. Hann hljóp þá að stuðningsmönnunum og setti fingur sinn fyrir framan munninn. Með því vildi hann gefa þeim merki um að hætta að syngja. Fyrir vikið var Mido sýnt gula spjaldið.

Gareth Southgate var afar ósáttur í leikslok.

"Þrjú þúsund manns níða skóinn af einum leikmanna minna án þess að nokkuð sé sagt en Mido er refsað fyrir að svara fyrir sig. Þetta er ekki réttlátt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×