Enski boltinn

Bridge ætlar sér að komast í byrjunarlið Chelsea

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Enski bakvörðurinn Wayne Bridge er staðráðinn í að vinna sér aftur inn sæti í byrjunarliði Chelsea þegar hann nær upp sínu gamla formi. Bridge fór í aðgerð í sumar en bati hans hefur verið óvenjuhraður. Bakvörðurinn vinnur nú hart að því að jafna sig og setur stefnuna á að berjast við Ashley Cole um sæti í byrjunarliðinu.

„Meiðslin hafa gert mig mun ákveðnari," sagði Bridge við SkySports. „Það er langt tímabil framundan og ég þarf bara að bíða og sjá hvernig þetta verður þegar ég er búinn að jafna mig."

Bridge er ánægður með hvernig Chelsea hefur byrjað tímabilið en liðið er á toppi deildarinnar með tíu stig eftir fjóra leiki. Leikmaðurinn segir þó að þetta sé aðeins byrjunin á tímabilinu, en viðurkennir að þessi góða byrjun sé eitthvað til að byggja á í baráttunni um að endurheimta titilinn frá Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×