Enski boltinn

Tvö rauð þegar Blackburn lagði Man City

Benni McCarthy fagnar hér marki sínu gegn City í dag.
Benni McCarthy fagnar hér marki sínu gegn City í dag.
Blackburn Rovers báru sigur úr býtum á heimavelli sínum Ewood Park í dag þegar liðið mætti Sven Goran Erikson og hans mönnum í Manchester City. Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy skoraði eina markið í fyrri hálfleik eftir hornspyrnu frá David Bentley sem valinn var í enska landsliðið í vikunni. Þeir Tugay og David Dunne voru báðir reknir af velli í síðari hálfleik og bæði lið luku því leik með 10 menn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×