Enski boltinn

Arsenal sigruðu Portsmouth manni færri

Markaskorararnir þrír fagna sigri Arsenal fyrr í dag.
Markaskorararnir þrír fagna sigri Arsenal fyrr í dag.

Arsenal vann í dag 3-1 heimasigur á Portsmouth þrátt fyrir að leika lungað úr seinni hálfleik manni færri. Philip Senderos var rekinn af velli í byrjun seinni hálfleiks þegar staðan var 2-0 Arsenal í vil. Skömmu síðar bætti Tomas Rosicky þriðja markinu við áður en Kanu náði að klóra í bakkann fyrir Portsmouth. Arsenal varðist vel það eftir lifði leiks og voru aldrei líklegir til að gefa eftir sigurinn.

Arsenal 3 - Portsmouth 1

Mörk Arsenal: Adebayor(Víti), Fabregas, Rosicky.

Mark Portsmouth: Kanu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×