Enski boltinn

Billjón punda fjárfestar slást um Manchester United

Glazer bræðurnir, Joel, Bryan og Avram á Old Trafford. Á myndina vantar föður þeirra, Malcolm.
Glazer bræðurnir, Joel, Bryan og Avram á Old Trafford. Á myndina vantar föður þeirra, Malcolm.

Tveir hópar fjárfesta undirbúa nú risatilboð í Manchester United. Verðstríð er í uppsiglingu þar sem Glazer fjölskyldan, núverandi eigendur Manchester United, mun ekki hlusta á tilboð sem eru undir einni billjón punda.

Hóparnir tveir sem vilja kaupa Manchester United eru frá Dubai annars vegar og Kína hins vegar. Dubai hópurinn er tengdur furstafjölskyldunni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og sá kínverski er talinn hafa yfr gífurlegum fjármunum að ráða.

Glazer fjölskyldan hefur lýst því yfir að hún hafi ekki áhuga á að selja hlut sinn en kunnugir segja að hún sé skuldum vadinn eftir yfirtökuna á félaginu og eigi ekki annara kosta völ.

Fjölskyldan borgaði 790 milljónir punda fyrir United á sínum tíma og eyddi 54 milljónum punda í leikmannakaup í sumar. Hún gæti því innleyst dágóðan hagnað fari það svo að fjárfestarnir láti verða af áhuga sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×