Enski boltinn

Schmeichel vill kaupa Bröndby

Per Bjerregaard, stjónarformaður danska knattspyrnuliðsins Bröndby, mun á morgun hitta gömlu kempuna Peter Schmeichel en hann leiðir hóp fjárfesta sem vilja kaupa hinn fornfræga knattspyrnuklúbb. Fjárfestarnir vilja að sögn danskra fjölmiðla koma með tæplega þriggja millarða innspýtingu í klúbbinn til að koma Bröndby aftur á stall með stóru stákunum í Danmörku.

Schmeichel lék með Bröndby í upphafi ferils síns og er í guðatali á meðal stuðningsmanna. Hann vakti fyrst athygli á þeirri hugmynd að koma með fjárfesta inn í Bröndby fyrir fáeinum árum en það vakti ekki áhuga forráðamanna félagsins. Nú er tónninn hins vegar annar eftir slakt gengi Bröndby undanfarið og fjárfestingar Schmeichel og félaga talið einmitt það sem geti komið klúbbnum til bjargar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×