Enski boltinn

Chelsea tapaði - Abramovich brjálaður

Zat Knight fagnar fyrsta marki sínu fyrir Aston Villa.
Zat Knight fagnar fyrsta marki sínu fyrir Aston Villa.
Nú munar ekki nema tveim stigum á Manchester United og Chelsea eftir að hinir síðarnefndu töpuðu gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham í dag. Leikurinn fór 2-0 en mörkin skoruðu varnarmaðurinn Zat Knight í sínum fyrsta leik fyrir Villa og ungstirnið Gabriel Agbonlahor. Roman Abramovich sást yfirgefa Villa Park í fússi áður en leiknum lauk en enskir fjölmiðlar hafa í dag birt fréttir þess efnis að hann sé að missa þolinmæðina á hinum varnarsinnaða leikstíl José Mourinho.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×