Innlent

Geir og Jón funda áfram í dag

Formenn stjórnarflokkanna, þeir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson, funduðu í Stjórnarráðinu í morgun um endurnýjun ríkisstjórnarinnar. Viðræður þeirra halda áfram í dag.

Formaður Framsóknarflokksins kom út úr Stjórnarráðinu laust upp úr klukkan tíu eftir um það hálftíma fund með formanni Sjálfstæðisflokksins. Jón sagði að fundur þeirra hefði ekki síður verið til að fara yfir dagleg verkefni ríkisstjórnarinnar. Hann fundar einnig stíft með sínum eigin flokksmönnum, sagðist hafa verið bæði í morgun og í gær á símafundum og nærverufundum með grasrótinni í flokknum.

Geir H. Haarde forsætisráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal eftir fund þeirra Jóns Sigurðssonar en sagði í stuttu samtali að þeirra viðræður myndu halda áfram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×