Enski boltinn

Liverpool gerir tilboð í Baptista

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Julio Baptista gæti verið á leiðinni aftur til Englands.
Julio Baptista gæti verið á leiðinni aftur til Englands. NordicPhotos/GettyImages

Liverpool hefur lagt fram tilboð í brasilíska framherjann Julio Baptista hjá Real Madrid. Samkvæmt spænska dagblaðinu Marca hljóðar tilboðið upp á 13,5 milljónir punda. Baptista var á láni hjá Arsenal á síðasta tímabili en náði ekki að sanna sig almennilega, þrátt fyrir að hafa skorað fjögur mörk gegn Liverpool í 6-3 sigri í deildarbikarnum.

Eftir að hafa hjálpað brasilíska landsliðinu að vinna Suður-Ameríkubikarinn í sumar var Baptista sterklega orðaður við AC Milan, en tilboð Liverpool er talið of gott fyrir Spánarmeistarana til að hafna.

Real Madrid er talið ætla að selja Baptista og Roberto Soldado til að geta gert nýtt tilboð í Daniel Alves hjá Sevilla, heitasta bakvörðinn í boltanum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×