Enski boltinn

Ungt lið Arsenal lagði Newcastle

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leikmenn Arsenal fagna marki.
Leikmenn Arsenal fagna marki.

Mörk frá Nicklas Bendtner og Denilson færðu Arsenal 2-0 sigur á Newcastle í enska deildabikarnum í kvöld. Mörkin komu á síðustu sjö mínútum leiksins og fleyttu Arsenal inn í fjórðu umferð keppninnar.

Bendtner kom Arsenal yfir með skalla eftir fyrirgjöf frá Armand Traore. Hinn brasilíski Denilsons skoraði síðan með glæsilegum þrumufleyg.

Arsene Wenger gerði alls níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir þennan leik frá því í 5-0 sigri á Derby um síðustu helgi. Ungir leikmenn Arsenal sýndu hreint frábær tilþrif í leiknum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×