Enski boltinn

Yakubu brást rétt við

Elvar Geir Magnússon skrifar
Yakubu kom til Everton frá Middlesbrough.
Yakubu kom til Everton frá Middlesbrough.

Yakubu Aiyegbeni vonast til að vera í byrjunarliði Everton í leik liðsins gegn Sheffield Wednesday. Yakubu var kastað út í kuldann eftir 2-0 tap fyrir Aston Villa á sunnudag. David Moyes, stjóri Everton, fannst Yakubu ekki leggja sig nægilega mikið fram í leiknum.

Yakubu var látinn æfa með varaliðinu en að sögn aðstoðarstjóra Everton, Alan Irvine, brást leikmaðurinn við því á réttan hátt. Irvine segir að Yakubu hafi æft af krafti og sé ákveðinn í að vinna sæti sitt til baka.

Everton leikur gegn Sheffield í deildabikarnum annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×