Enski boltinn

Torres gerði gæfumuninn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Torres setti þrjú fyrir Liverpool.
Torres setti þrjú fyrir Liverpool.

Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres skoraði þrennu fyrir Liverpool þegar liðið lagði Reading 4-2 á útivelli í kvöld. Með þessum sigri sló Liverpool lið Reading út úr enska deildabikarnum.

Leikurinn var stórskemmtilegur en það var Yossi Benayoun sem kom Liverpool yfir með mögnuðu marki. Bobby Convey jafnaði fyrir hálfleik og staðan 1-1 í leikhléi.

Í seinni hálfleik héldu Torres engin bönd og hann setti þrjú mörk. Hann gerði því gæfumuninn í þessari viðureign.

Úrslit kvöldsins í deildabikarnum:

Arsenal - Newcastle 2-0

Burnley - Portsmouth 0-1

Manchester City - Norwich 1-0

Reading - Liverpool 2-4

Sheffield United - Morecambe 5-0

WBA - Cardiff 2-4

Þegar þessi orð eru skrifuð standa yfir framlengingar í leikjum Blackpool - Southend og Luton - Charlton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×