Enski boltinn

Mikel fer í þriggja leikja bann

NordicPhotos/GettyImages
Miðjumaðurinn John Obi Mikel hjá Chelsea þarf að sitja af sér þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn Manchester United um helgina. Áfrýjun Chelsea var vísað frá í dag og því missir hann af næstu þremur leikjum liðsins. Avram Grant, stjóri Chelsea, sagði ákvörðun dómarans hafa verið ranga, en aganefndin var greinilega á öðru máli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×