Enski boltinn

Ætla ekki að hlaupa út og eyða

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger segist ekki tapa svefni yfir því þó Arsenal eigi nú nóg af peningum til leikmannakaupa. Í gær var greint frá því að Wenger fengi um 9 milljarða króna til að kaupa leikmenn, en hann ætlar ekki að flýta sér að nota þá peninga.

"Ég mun ekki nota þessa peninga nema ég þurfi á því að halda. Peningarnir til að byggja upp gott lið eru til staðar en maður þarf ekki endilega að hlaupa út og eyða þeim öllum. Við erum stórt félag og slíkt félag þarf alltaf að eiga sjóð ef það þyrfti til dæmis að bregðast við miklum meiðslum eða kaupa mann með hraði," sagði Wenger. Hann segir peningana ekki það mikilvægasta hjá félaginu.

"Ég er ekki mikið fyrir það að velta mér upp úr því sem gerist utan vallar og einbeiti mér að liðinu. Það er líka yfirleitt þannig að ef liðinu gengur vel - sjá fjármálin oftast um sig sjálf."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×