Enski boltinn

Huntelaar klár í úrvalsdeildina

Klaas-Jan Huntelaar er undir smásjá fjölda liða í Evrópu
Klaas-Jan Huntelaar er undir smásjá fjölda liða í Evrópu NordicPhotos/GettyImages

Hollenski markahrókurinn Klaas-Jan Huntelaar hjá Ajax segist ekki ætla að segja nei ef eitthvað af stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni gera honum samningstilboð næsta sumar. Huntelaar er markahæstur í hollensku deildinni það sem af er og hefur skoraði 37 mörk í aðeins 48 leikjum hjá Ajax.

"Ef stór klúbbur bankar á dyrnar hjá mér í sumar mun ég sannalega ekki segja nei," sagði Huntelaar í sjónvarpsviðtali í gær. Tveir af löndum hans fóru í víking í sumar og hafa þeir báðir vakið athygli fyrir ágæta frammistöðu. Ryan Babel gekk í raðir Liverpool og þá hefur fyrrum félagi hans hjá Ajax, Wesley Sneijder, farið á kostum með Real Madrid. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×