Enski boltinn

Keane vill fá Mourinho

NordicPhotos/GettyImages

Roy Keane, stjóri Sunderland, segist styðja þá hugmynd að gera Jose Mourinho að þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu. Hann segir fyrrum stjóra Chelsea vera mann sem geti hamið stórstjörnurnar í enska hópnum.

Keane lét hafa það eftir sér í gær að það væru of stór egó í enska landsliðinu og það væri ein af ástæðum þess að liðið hefði runnið á rassinn í undankeppni EM og setið eftir.

"Mourinho myndi vinna gott starf hjá enska landsliðinu því hann er sjálfur með svo stórt egó. Hann er fjandi góður stjóri og gæti staðið af sér atganginn í fjölmiðlum og egóið í leikmönnunum eins og hann gerði hjá Chelsea. Hann er mjög klár og ég sé hann alveg fyrir mér í starfinu," sagði Keane í samtali við The Sun.

Fyrrum leikmaðurinn Jamie Redknapp tekur í sama streng og telur Mourinho vera rétta manninn til að rétta við ensku skútuna. Í samtali við Sky sagði hann jafnframt að hann teldi ólíklegt að leitað yrði til föður síns, Harry Redknapp, stjóra Portsmouth. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×