Enski boltinn

Rooney hefur verið leikfær í nokkrar vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney skömmu eftir að hann meiddist í leik gegn Reading í ágúst.
Wayne Rooney skömmu eftir að hann meiddist í leik gegn Reading í ágúst. Nordic Photos / Getty Images

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, segir að hann hefur verið leikfær nú í nokkrar vikur en hann hefur ekkert spilað síðan í ágúst. Ferguson hefur viljað hvíla hann.

Rooney braut bein í rist í þriðja skiptið á þremur árum í leik gegn Reading í Ágúst.

"Mig hefur dauðlangað til að spila og ég hef sagt stjóranum að ég taldi mig tilbúinn," sagði Rooney.

"Hann og sjúkraþjálfararnir hafa þó réttilega verið varkárir þar sem tímabilið er langt og strangt."

Margir fyrrum knattspyrnukappar hafa bent á að þunnir knattspyrnuskór gætu verið ástæðan fyrir tíðum beinbrotum Rooney.

"Þeir vita ekkert hvernig skórnir mínir eru," sagði Rooney. "Það er í góðu lagi með skóna."

Rooney verður klár í slaginn þegar Manchester United mætir Sporting Lissabon í Meistaradeildinni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×