Íslenski boltinn

Heil umferð í Landsbankadeildinni í kvöld

Reykjavíkurrisarnir eigast við í beinni á Sýn í kvöld
Reykjavíkurrisarnir eigast við í beinni á Sýn í kvöld

Það verður mikið fjör í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Þá fer fram þriðja umferð deildarinnar með fimm leikjum og aðalleikur kvöldsins verður slagur Reykjavíkurliðanna Vals og KR á Laugardalsvellinum. Fylgst verður með gangi mála í leikjunum hér á Vísi í kvöld.

Klukkan 19:15 taka Blikar á móti Keflavík, FH tekur á móti nýliðum HK, Víkingur tekur á móti Fylki og Skagamenn fá Framara í heimsókn þar sem Ólafur Þórðarson stýrir Safamýrarliðinu gegn Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans sem hafa byrjað illa í deildinni.

Klukkan 20 hefst svo leikur Vals og KR á Laugardalsvellinum og hefst útsending Sýnar frá leiknum klukkan 19:45. Það verða Hörður Magnússon og Guðjón Guðmundsson sem verða á vellinum í kvöld og lýsa gangi mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×