Lífið

Til varnar Katie

Jada Pinkett Smith segir Katie hafa blómstrað í hlutverki eiginkonu og móður og vísar sögusögnum á bug um að hún sé kúguð.
Jada Pinkett Smith segir Katie hafa blómstrað í hlutverki eiginkonu og móður og vísar sögusögnum á bug um að hún sé kúguð.

Jada Pinkett Smith, eiginkona Will Smith, hefur komið vinkonu sinni Katie Holmes til varnar. Í viðtali við tímaritið People vísar hún á bug sögusögnum um að Katie sé kúguð á bug og segir hana frekar ráðskast með Tom Cruise.

„Tom ræður engu á heimili þeirra. Það er húsið hennar Katie. Það er heimurinn hennar!“ sagði Pinkett Smith í viðtalinu.

Pinkett Smith sagðist jafnframt dást að Katie fyrir hversu vel hún hafi tekið fjölmiðlafárinu sem brúðkaup þeirra Cruise vakti, og hvernig hún hafi blómstrað í hlutverki eiginkonu og móður.

Þau hjónin hafa verið vinir Cruise síðan að Pinkett Smith og hann léku saman í kvikmyndinni Collateral, en kynntust Katie í gegnum hann. „Það er ótrúlegt að fólk vilji frekar trúa að hún sé bundin í kjallaranum og hann hendi til hennar mat á kvöldin og að hún fái bara að sjá Suri á sunnudögum. Það er fáránlegt,“ sagði Pinkett Smith.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.